Aðgerð á forhúð eða reðri

Aðgerð á forhúð eða reðri

Verkir og óþægindi

Flestir fá bjúg eða þrota og eitthvað mar á skurðsvæðið fyrstu 1-2 vikurnar í kjölfar aðgerðar. Bjúgurinn minnkar ef forhúðin er dregin fram fyrir kónginn (á ekki við um þá sem eru umskornir). Ef forhúðin festist aftan við kónginn fyrst eftir aðgerð, þá er rétt að reyna að draga hana fram á við í venjulega stöðu ef mögulegt (minnkar bjúg eða þrota). 

Stundum er erfitt að pissa fyrstu bunu eftir aðgerð en þvaglátin ganga oftast vel strax eftir aðgerð.


Verkir

Verkir eru yfirleitt ekki miklir og nægja venjuleg verkjalyf oftast nær, en annars færðu sterkari verkjalyf hjá lækni.


Umbúðir og saumar

Það getur seitlað vökvi og smá blóð frá skurðinum fyrstu dagana. Venjulegast er grysja yfir skurðinum vegna þessa, sem verður síðan óþarfi að hafa þegar sárið er orðið þurrt. Grysjuna sem sett er umhverfis sárið má fjarlægja næsta dag og þá er sett ný grisja í staðinn ásamt deyfikremi sem gott getur verið að nota fyrstu dagana. Saumar eyðast sjálfkrafa á 10-20 dögum (nema annað sé tekið fram), annars eru þeir fjarlægðir þegar sárið er vel gróið. Skurðirnir lýsast með tímanum. Endanlegt útlit húðar tekur allt að eitt ár.

Þú mátt fara í sturtu eftir 1-2 daga en slepptu alveg að fara í baðkar, sundlaugar eða heitan pott fyrr en sárið er gróið (ca. 2 vikur).


Kynlíf

Forðist samfarir og sjálfsfróun (eldri strákar, fullorðnir) þar til sárið er gróið (4-6 vikur), jafnvel getur verið rétt að nota þá smokk til að byrja með.

Hafðu sambandi við lækni eða slysadeild ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða, hita eða auknum verkjum.

 

Athugið

Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


Valur Þór Marteinsson: 820 0541

Share by: