Forhúðaraðgerð (ungir menn)

Forhúðaraðgerð (ungir menn)

Leiðbeiningar eftir aðgerð á forhúð (ungir menn).

Eftir aðgerð geta vaknað spurningar við hverju er að búast næstu daga.


Verkir

 Fyrstu dagana geta verið óþægindi á aðgerðarsvæðinu, auk þess getur myndast þroti og mar. Gott er að bera Xylocain deyfigel á forhúðina (fær með heim), einnig getur Paracetamol hjálpað. 

Mikilvægt er að draga forhúðina fram og aftur til að fyrirbyggja að forhúðin þrengist aftur. Stundum er erfitt að pissa fyrstu bunu eftir aðgerð en þvaglátin ganga oftast vel fljótt eftir aðgerð. 


Umbúðir

 Engir saumar eru í forhúðinni. Gott getur verið að nota grisjur í buxunum fyrstu dagana eða á meðan deyfigelið er notað.


Annað

Óhætt er að fara í leikskóla eða skóla strax daginn eftir aðgerð.


Athugið

Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofur Akureyrar 842-5333.


Hafðu samband við lækni eða slysadeild ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða, hita eða auknum verkjum.

 

Valur Þór Marteinsson

820 0541


Gangi þér vel

Starfsfólk

Share by: