Nára eða kviðslitsaðgerð

Nára eða kviðslitsaðgerð

Leiðbeiningar eftir nára eða naflakviðslitsaðgerð

Eftir aðgerð vegna naflakviðslits eða nárakviðslit geta vaknað hjá þér spurningar við hverju má búast næstu daga og vikur.


Verkir

Fyrstu dagana má búast við verkjum við vissar hreyfingar. Oftast er því ráðlegt að taka verkjalyf reglulega í 2-4 daga, eins og t. d. tvær Paratabs (Panodil) og eina Íbufen (bólgueyðandi lyf) á 6 klst. fresti. Það kemur fram mar á aðgerðarsvæðinu og dálítið þykkildi sem minnkar hægt á nokkrum vikum. 


Saumar og umbúðir

Læknirinn útskýrir fyrir þér hvort og hvenær þú þarft í saumatöku. Plástursræmur halda sárköntunum saman og ættu þær að vera óhreyfðar í 10 daga eða lengur. Þar yfir eru umbúðir sem skipta má um eftir þörfum. Þú mátt fara í sturtu eftir 2-4 daga, en gott er að nota hárþurrku til að þurrka plástra en þú þarft að skipta um grisjuplástrana þegar þeir blotna.


Vinna

Flestir eru frá vinnu í 1-2 vikur. Við létta vinnu er hægt að byrja fyrr en við erfiðisvinnu getur þurft að bíða lengur.


Varist

Þú skalt forðast kröftuga áreynslu fyrstu 3-4 vikurnar. Verst er ef slíkt gerist óvænt eins og t. d. ef maður hrasar og spennir þá kviðinn skyndilega og ósjálfrátt. Eins ef reynt er að lyfta eða sveifla þungum hlut. Óhætt er að lyfta og reyna á sig með rólegum hreyfingum, þ. e. þreyfa sig áfram og láta verkinn takmarka álagið. 


Athugið

Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


Hafðu samband við skurðlækninn þinn eða slysadeild ef þú verður var/vör við eftirtalin einkenni: Blæðing sem ekki vill stöðvast, miklir og vaxandi verkir, vaxand hiti og bólga á skurðsvæði. 

 

Símar:

Valur Þór Marteinsson: 820 0541

Haraldur Hauksson: 861 4023 


Gangi þér vel

Starfsfólk 


Share by: