Óskriðið eista

Óskriðið eista

Leiðbeiningar eftir aðgerð á óskriðnu eista

Eftir aðgerðina geta vaknað hjá þér/ykkur spurningar við hverju má búast næstu daga og vikur.


Verkir og óþægindi

Búast má við að drengurinn hafi óþægindi í skurðinum fyrstu dagana eftir aðgerðina. Þá getur hjálpað að gefa drengnum Paracetamol sem fæst án lyfseðils. Það getur komið mar og þroti á punginn í kjölfar aðgerðarinnar sem fer smám saman minnkandi.


Umbúðir og saumar

Oftast eru notaðir saumar sem eyðast, en ef þarf að taka sauma mun skurðlæknirinn upplýsa um það. Umbúðir eru í náranum sem gott er að hafa á fyrstu tvo sólarhringana. Óhætt er að fara í sturtu 2 dögum eftir aðgerð og skipta síðan um plástur eftir þörfum. Gott er að láta brúna húðplásturinn flagna af, sem tekur u.þ.b. 7 – 10 daga. Bíða með að leyfa drengnum að fara í baðkar, sund eða heita potta þangað til sárið er gróið (3 vikur).


Hreyfing

Best er að drengurinn taki því rólega fyrstu dagana. Óhætt er að fara í leikskóla eða skóla nokkrum dögum eftir aðgerðina ef allt er með felldu.


Athugið

Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


Hafðu sambandi við lækni eða slysadeild ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða, hita eða auknum verkjum.

 

Valur Þór Marteinsson: 820 0541


Gangi þér vel

Starfsfólk 


Share by: