30. desember 2021
Gleðilegt ár! Læknastofur Akureryar óska landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem er að líða. Starfið á Læknastofum Akureyrar hefur eins og annarsstaðar verið af einhverju leyti litað af heimsfaraldrinum sem við vonum að nú fari að líða undir lok. Starfsfólkið hefur lagt sig allt fram í að vera bæði lausnamiðað og úrræðagott í hverjum þeim aðstæðum sem upp hafa komið. Því þökkum við fyrir góð og mikilvæg störf, við erum þeim innilega þakklát. Einnig þökkum við öllum samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á líðandi ári og horfum björtum augum til ársins 2022. Ykkur kæru gestir þökkum við fyrir komuna á Læknastofur Akureyrar, þið eruð ávallt velkomin aftur. Bestu nýárskveðjur Inga Berglind, framkvæmdastjóri